Fréttir

miðvikudagur, 3. september 2025
Straumar og stefnur í opinberum innkaupum
Lögfræðingafélagið heldur ráðstefnu um opinber innkaup miðvikudaginn 3. september í samstarfi við ISAVIA, Lagastoð lögfræðiþjónustu og norsku lögfræðistofuna Arntzen. Tilgangurinn með ráðstefnunni er að lögfræðingar og aðrir sérfræðingar sem vinna að opinberum innkaupum geti borið saman bækur sínar og fengið fréttir af því nýjasta sem er á seyði, bæði á Íslandi og erlendis. Ráðstefnan verður haldinn í Akoges-salnum, Lágmúla 4, Reykjavík. Skráningargjald er 5000 kr. ATH. Ráðstefnan er fullbókuð en hægt er að skrá sig á biðlista.

þriðjudagur, 27. maí 2025
Aðalfundur 2025
Aðalfundur Lögfræðingafélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 27. maí kl. 16:30 í húsnæði LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík. Rétt til setu og atkvæðis á aðalfundi eiga þeir félagsmenn sem staðið hafa skil á félagsgjaldi yfirstandandi starfsárs, sbr. 3. mgr. 7. gr. laga félagsins.
Viðburðir
Ekkert skráð