2025 1 Forsíða Smelltu til að stækka

Tímarit 2025 - 1. hefti

Verð:
3.052 ISK, m/vsk
  • Vörunúmer
    7501
  • Afhendingarmáti
    Þessi vara er aðeins fáanleg með rafrænu niðurhali
  • Útgefandi
    Lögfræðingafélag Íslands

RITSTJÓRNARGREIN: PERSÓNUVERND OG MÁLLÍKÖN

Sindri M. Stephensen, ritstjóri

 

EDITORIAL: DATA PRIVACY AND LANGUAGE MODELS

Sindri M. Stephensen, editor

 

DOI: https://doi.org/10.33112/tl.75.1.1

 

SAMSKIPTAREGLUR Á OPINBERUM VINNUMARKAÐI

Þórhallur Vilhjálmsson, sviðstjóri laga- og stjórnsýslusviðs Alþingis

Í greininni er fjallað um lög nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna, og framkvæmd þeirra. Sérstaða laganna felst í þeirri umgjörð sem sett er um samningsrétt opinberra stéttarfélaga, og þau setja um leið ákveðnar skorður fyrir samningsaðild annarra stéttarfélaga. Lögunum er enn fremur ætlað að setja ramma um það hvernig tryggja megi að tiltekin grunnstarfsemi samfélagsins falli ekki niður þegar til verkfalls kemur, sbr. 19.–21. gr. laganna. Á þeim tíma sem liðinn er hafa einstök ákvæði laganna mótast nánar í dómaframkvæmd Félagsdóms. Í greininni er leitast við að skýra einstök ákvæði þeirra með vísan til úrlausna dómsins, en í forsendum og röksemdafærslu hans má oft finna efnisatriði sem hafa þýðingu við beitingu einstakra ákvæða laganna og um skilning á þeim. Í úrlausnum sínum vísar Félagsdómur gjarnan til fyrri dóma, og þar sem það á við til grunnreglna laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, og til stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu. Þegar einstakir dómar Félagsdóms eru skoðaðir má sjá að oft reynir á ákvæði laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna um samningsaðild stéttarfélaga og um rétt starfsmanna til þess að eiga aðild að stéttarfélagi, sem komi fram fyrir hönd þeirra og enn fremur ákvæði laganna um boðun verkfalla og framkvæmd þeirra. Þau ákvæði sem hér um ræðir undirstrika einkum sérstöðu kjarasamningslaganna gagnvart lögum um stéttarfélög og vinnudeilur.

Vinnuréttur. Opinber starfsmannaréttur. Félagsdómur. Opinberir starfsmenn. Verkfallsréttur opinberra starfsmanna. Stéttarfélög. Félagafrelsi.

PROTOCOL IN PUBLIC SECTOR LABOUR RELATIONS

Þórhallur Vilhjálmsson, director general of the Althingi legal and executive affairs department

The article examines the Icelandic Collective Agreements (Public Sector) Act, No. 94/1986, and its application. This provided a framework for collective bargaining by public sector employees’ unions, at the same time restricting participation by other unions in their collective negotiations. It also contained provisions designed to ensure that certain essential functions of society would not be disrupted in the event of industrial action (Articles 19-21). Individual provisions of the act have been developed further in the case law of the Labour Court. An attempt is made to interpret individual provisions of the act with reference to judgments of the Labour Court, which frequently identify in their reasoning factors that influence the application and understanding of these provisions. The Labour Court often invokes case law and, where appropriate, principles of the Trade Unions and Industrial Disputes Act, No 80/1938, the Icelandic Constitution and the European Convention on Human Rights. Examination of individual judgments by the Labour Court shows that these often involve provisions of the Collective Agreements (Public Sector) Act regarding participation by unions in collective agreements and the right of employees to belong to unions that negotiate on their behalf, and also the provisions of the act on how industrial action is to be announced and conducted. It is in these provisions that the special features of the Collective Agreements (Public Sector) Act can be seen as compared with those of the Trade Unions and Industrial Disputes Act.

Labour law. Legal status of public sector employees. Labour Court. Public sector employees. Public sector employees’ right to industrial action. Trade unions. Right to organise. 

DOI: https://doi.org/10.33112/tl.75.1.2

 

FÆÐINGARORLOFSMÁLIÐ OG FORGANGSREGLUR

Dr. Jur. Arnljótur Ástvaldsson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík og Dr. Hafsteinn Dan Kristjánsson, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík

Útdráttur:

Greinin fjallar um forgang lagareglna í ljósi dóms Hæstaréttar 28. febrúar 2024 í máli nr. 24/2023 (fæðingarorlofsmálið). Sjónum er sérstaklega beint að þeim árekstri sem var á milli reiknireglna þágildandi fæðingarorlofssjóðslaga og 28. gr. og/eða 29. gr. EES-samningsins um réttinn til frjálsrar farar launþega en samningurinn nýtur stöðu almennra laga hér á landi, sbr. lög nr. 2/1993 („EES-lögin“). Fjallað um dómaframkvæmd Hæstaréttar sem tengist innleiðingu á bókun 35 og fæðingarorlofsmálið sett í samhengi við hana. Tekin er afstaða til þess hvaða reglur og sjónarmið gilda um árekstur íslenskra lagareglna við EES-reglur. Rökstutt er að skýringarregla 3. gr. EES-laganna nái ekki aðeins til túlkunar á því hvort lög séu samræmanleg heldur einnig til túlkunar á því hvor þeirra teljist sérlög í skilningi lex specialis reglunnar þegar um árekstur við EES-reglu er að ræða. Að lokum er stuttlega vikið að þýðingu þeirrar aðferðafræði sem Hæstiréttur styðst við í dóminum fyrir íslenska réttarframkvæmd og stöðu EES-reglna að íslenskum rétti.

THE PARENTAL LEAVE CASE AND PRIORITY RULES

Dr. Jur. Arnljótur Ástvaldsson, assistant professor at Reykjavik University faculty of law and Dr. Hafsteinn Dan Kristjánsson, professor at Reykjavik University faculty of law

Abstract:

The article analyses the issue that arose in the judgment of the Supreme Court from 28 February 2024 in Case No. 24/2023 concerning the priority of legal rules. More specifically, the article focuses on the clash between the rule on calculating the amount of payment in parental leave according to the old Parental Leave Act and Article 28 and/or 29 of the EEA Agreement, which has the status of statutory law according to Act No. 2/1993 („the EEA Act“). The article discusses the rules and considerations relevant for solving a clash between an Icelandic rule and an EEA rule. It argues that the interpretive rule enshrined in Article 3 of the EEA Act does not only affect the interpretation of whether national law can be interpreted in conformity with EEA-law but also the issue of which of them counts as a special rule in the sense of the lex specialis priority rule when national law clashes with an EEA-rule. Moreover, the article discusses the Supreme Court‘s case law concerning the implementation of Protocol 35 of the EEA Agreement and puts the parental leave case in that context. Finally, the article discusses the significance of the methodology used by the Supreme Court in this case for the issue of whether the EEA Act has correctly implemented Protocol 35 of the EEA Agreement.

DOI: https://doi.org/10.33112/tl.75.1.3

 

UM LÆKNISVOTTORÐ

Gunnar Ármannsson innanhússlögmaður VHE ehf.

Útdráttur:

Meginefni greinar þessarar snýst um að skoða hvað þurfi til að koma til að læknisvottorð teljist vera fullnægjandi sem sönnunargagn til að virkja greiðsluskyldu atvinnurekanda vegna veikindaforfalla launamanna. Sérstök áhersla er lögð á að skoða dómafordæmi Hæstaréttar. Gerð er grein fyrir nýrri reglugerð um vottorð o.fl. og það dregið í efa að hún hafi fullnægjandi lagastoð.

Vinnumarkaðsréttur. Veikinda- og slysaforföll. Læknisvottorð. Reglugerð

ON MEDICAL CERTIFICATES

Gunnar Ármannsson in-house attorney at VHE ehf.

Abstract

The main topic of this article is to research what is needed for a medical certificate to be considered sufficient as evidence to activate the employer's obligation to pay due to sickness absence of employee. Special emphasis is placed on examining the precedents of the Supreme Court (Hæstiréttur). A new regulation regarding medical certificates, etc., is explored, and it is questioned whether it has sufficient legal support.

Labour Law. Sickness- and accident absence. Medical certificate. Regulation.

DOI: https://doi.org/10.33112/tl.75.1.4

 

ÞRÓUN ÍSLENSKU STJÓRNARSKRÁRINNAR Í ALÞJÓÐLEGU SAMHENGI

Róbert R. Spanó, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu

THE DEVELOPMENT OF THE ICELANDIC CONSTITUTION IN AN INTERNATIONAL CONTEXT
Róbert R. Spanó, Professor at the Faculty of Law, University of Iceland, and former President of the European Court of Human Rights

 

DOI: https://doi.org/10.33112/tl.75.1.5