Nýr framkvæmdastjóri Lögfræðingafélags Íslands
mánudagur, 5. janúar 2026
Margrét Hauksdóttir hefur ákveðið að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Lögfræðingafélags Íslands og þakkar félagsmönnum ánægjuleg kynni. Við starfinu tekur Anna Ragnhildur Halldórsdóttir lögfræðingur. Að loknu lagaprófi frá Háskóla Íslands starfaði Anna Ragnhildur sem löglærður fulltrúi Sýslumannsins á Eskifirði og síðan sem lögmannsfulltrúi hjá DP Lögmönnum. Frá 2009 starfaði hún í regluvörsludeild Íslandsbanka hf. og var staðgengill ábyrgðarmanns aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Mynd: Margrét Hauksdóttir og Anna Ragnhildur Halldórsdóttir á jólafundi Lögfræðingafélags Íslands og Lögmannafélags Íslands 12. desember sl.