Mentorprógramm LÍ

þriðjudagur, 5. mars 2024

Lögfræðingafélag Íslands býður ungum lögfræðingum upp á að taka þátt í mentorprógrammi sjötta árið í röð. Hugmyndin er að koma til móts við lögfræðinga sem eru að stíga fyrstu skref á vinnumarkaðinum en skortir tengsl innan lögfræðistéttar eða tækifæri til þess að ræða um starfsþróun, hugmyndir og álitamál varðandi starfsferil sinn og raunhæfa markmiðasetningu.

Reynt verður að leiða saman aðila sem eru reynslumiklir á því sviði sem viðkomandi lögfræðingur starfar og koma þeir sem tekið hafa að sér að vera mentorar úr ýmsum geirum lögfræðinnar, s.s. úr fjármálageiranum, lögmennsku, fyrirtækjalögfræði, stjórnsýslu og úr í háskólaumhverfinu.

Skilyrði til þess að fá mentor er að viðkomandi sé með grunn- og meistaragráðu í lögfræði og sé félagsmaður í LÍ. 

Áformað er að verkefnið hefjist seinni hluta apríl 2024 og muni standa fram að áramótum. Gert er ráð fyrir því að aðilar hittist í 3-4 skipti á þeim tíma.

Umsækjendur fylli út meðfylgjandi eyðublað og er umsóknarfrestur til 1. apríl.  

Einnig er óskað eftir reynslumiklum lögfræðingum sem áhuga hafa að taka að sér að vera mentorar á sínu sérsviði lögfræðinnar. Þeir sem hafa áhuga hafa eru beðnir um að hafa samband við skrifstofa@logfraedingafelag.is 

Fyrirhugað er að Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri haldi kynningu fyrir mentora og þátttakendur um reynslu hans að slíkum verkefnum frá veru hans hjá Goldman Sachs í Bandaríkjunum.

Skráning hér: