Fréttir

Ísland sýknað í Icesave-málinu
Lögfræðingafélag Íslands og Lögmannafélag Íslands efna til hádegisverðarfundar með Tim Ward málflytjanda Íslands í Icesave-málinu á Hótel Borg, Pósthússtræti 11, 101 Reykjavík, miðvikudaginn 6. desember nk. kl. 12.30-14.00 í tilefni þess að áratugur er liðinn frá sýknu Íslands í málinu. ... lesa meira

Nýtt undirfélag LÍ: Félag regluvarða
Félag regluvarða var stofnað af 21 lögfræðingi þann 12. september 2023. Tilgangur félagsins er að styrkja og efla tengsl regluvarða og skapa vettvang fyrir fræðslu þeim til handa.... lesa meira
Viðburðir

Mentorprógramm Lögfræðingafélags Íslands
Lögfræðingafélag Íslands býður ungum lögfræðingum upp á að taka þátt í mentorprógrammi fimmta árið í röð. Hugmyndin er að koma til móts við lögfræðinga sem eru að stíga fyrstu skref á vinnumarkaðinum en skortir tengsl innan lögfræðistéttar eða tækifæri til þess að ræða um starfsþróun, hugmyndir og álitamál varðandi starfsferil sinn og raunhæfa ...... lesa meira

Um sekt eða sakleysi í Sjöundármálum
Réttarsöguferð að Sjöundá og fundur Lögfræðingafélags Íslands á Patreksfirði 7. maí 2022. Laugardaginn 7. maí fór 100 manna hópur á vegum Lögfræðingafélags Íslands á slóðir Sjöundármála en fyrir 220 árum voru Bjarni Bjarnason og Steinunn Sveinsdóttir dæmd fyrir morð á mökum sínum fyrir héraði sem svo var staðfest fyrir Landsyfirrétti og Hæstarétti Danmerkur. Steinunn lést skömmu áður en flytja átti þau utan til Kristianssand en þar var Bjarni höggvinn árið 1805. ... lesa meira